Vopna­fjarð­ar­skóli auglýsir lausar kenn­ara­stöður skóla­árið 2024-2025

Umsóknarfrestur

22. maí 2024

Auglýsandi

Vopnafjarðarskóli

Vopna­fjarð­ar­skóli auglýsir lausar kenn­ara­stöður skóla­árið 2024-2025

Við leitum að kenn­urum á eftir­taldar stöður:

  • Umsjón­ar­kennara á yngsta- og/eða miðstigi.
  • Íþrótta­kennara
  • List- og verk­greina­kennara

Um að ræða 80-100% stöður.

Í Vopna­fjarð­ar­skóla eru um 75 nemendur. Við skólann starfa áhuga­samir og metn­að­ar­fullir starfs­menn. Gildi skólans er virðing, ábyrgð og vellíðan. Skólinn er heilsu­efl­andi grunn­skóli og unnið eftir uppeld­is­stefnu sem nefnist jákvæður agi. Mikil áhersla er á teym­is­vinnu og fjöl­breytta kennslu­hætti.

Menntunar- og hæfniskröfur#menntunar-og-haefniskrofur

  • Leyf­is­bréf til kennslu (leyf­is­bréf skal fylgja umsókn)
  • Lipurð í samskiptum, sveigj­an­leiki og samstarfs­hæfni
  • Frum­kvæði og sjálf­stæð vinnu­brögð
  • Ábyrgð og stund­vísi
  • Reynsla af teymis­kennslu æskileg
  • Góð íslensku­kunn­átta

Helstu verkefni og ábyrgð#helstu-verkefni-og-abyrgd

  • Að annast kennslu nemenda í samráði við skóla­stjórn­endur
  • Að stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað starfs­fólk
  • Að þróa fram­sækið skólastarf
  • Að vinna í teymi með öðru starfs­fólki

Skil­yrði við ráðn­ingu er að viðkom­andi hafi hreint saka­vottorð.

Umsókn­ar­frestur um ofan­greindar stöður er til 22. maí n.k. og skulu umsóknir ásamt leyf­is­bréfi berast á alfred.is hér.

Laun eru samkvæmt samn­ingi Sambands íslenskra sveita­fé­laga og KÍ.

 

Nánari upplýsingar#nanari-upplysingar