Minjasafnið á Bustarfelli

Í hinum fallega dal, Hofsárdal, stendur gamla ættarsetrið Bustarfell. Þessi torfbær, með rauðum stöfnum og grasi vöxnu þaki, er einn af elstu og best varðveittu bæjum sinnar tegundar á landinu. Árið 1532 keyptu Árni Brandsson og kona hans Úlfheiður bæinn Bustarfell. Síðan hefur sama ættin búið þar alla tíð.

 

Aðstandendur safnsins hafa lagt metnað sinn í að sýning gripa safnsins sé sett upp á sem raunverulegastan hátt þannig að gestir nái að upplifa heimilið rétt eins og íbúar hússins hafi brugðið sér frá stundarkorn.

Sérstaða safnsins felst í því hversu glöggt það miðlar breyttum búskapar- og lifnaðarháttum fólks allt frá því um 1770 til þess er hætt var að búa í bænum árið 1966.  Til að mynda eru þrjú eldhús í bænum sem öll segja sína sögu og tilheyra hvert sínu tímabili.  Eins er um muni safnsins, þeir tilheyra mismunandi tímabilum.  Gaman er að ganga um og sjá hvernig einn hlutur hefur tekið við af öðrum í áranna rás.

 



Opnunartímar:

Sumar, 1. júní - 20. september:  Alla daga frá kl. 10:00 - 17:00

Vetur, 21. september - 31. maí:  Opnum safnið sé þess óskað og aðstæður leyfa.

Skólahópar sérstaklega boðnir velkomnir.

Vinsamlegast hafið samband í síma 855-4511 og fáið nánari upplýsingar.

 

Heimilisfang:    Bustarfell, Hofsárdal
Sími:                    855-4511
Netfang:             bustarfell@simnet.is

Smelltu hér og fylgdu okkur á Facebook

Smelltu hér til að skoða fleiri myndir

Staðsetning: 

GPS:      65.6152928,-15.1020169

Smelltu hér til að sjá staðsetningu á korti

 

Aðgangseyrir:

Fullorðnir:                  1200 kr.

Börn 9-12 ára:           300 kr.

Börn 0-8 ára:             Frítt

Eldir borgarar:          900 kr.

Hópar, 10 manns eða fleiri:   900 kr.