Stangveiði hefur um langt árabil verið stunduð í Vopnafirði enda þekktar lax- og silungsveiðiár í firðinum, Hofsá, Selá, Vesturdalsá og Sunnudalsá.
Laxveiðiárnar eru leigðar Veiðiklúbbnum Streng sem sér um rekstur ánna og veiðihúsa þeim tengdum.
Almenningur getur keypt sér veiðileyfi á silungasvæði Hofsár og í Nykurvatn á Bustarfelli.
Að dorga á bryggjunni í Vopnafjarðarhöfn heillar marga og er bryggjuveiði öllum frjáls. Rétt er að hlutaðeigandi hafi í huga staðsetningu sína m. t. t. vinnu við Vopnafjarðarhöfn.
Veiðileyfi í Nykurvatn eru seld á Bustarfelli
Sími: 473-1466
Veiðileyfi á silungasvæði Hofsár eru seld í Syðri-Vík
Sími: 473-1199
Smellið hér til að sjá staðsetningu Bustarfells á korti
GPS Bustarfell: 65.6152928 - 15.1020169
Smellið hér til að sjá staðsetningu Syðri-Víkur á korti
GPS Syðri-Vík: 65.7097176 - 14.8084974
Smellið hér til að sjá staðsetningu Nykurvatns á korti
GPS Nykurvatn: 65.6187545 - 15.1496624
Smellið hér til að sjá staðsetningu Hofsár á korti
GPS Hofsá: 65.6764433 - 15.0222949