Gistiheimilið Hvammsgerði stendur við þjóðveg 85 í innan við 9 km fjarlægð frá Vopnafirði og í nágrenni við hina rómuðu Selárdalslaug (5 km). Boðið er upp á gistingu í 6 herbergjum, 2-4ja manna með handlaug og uppábúnum rúmum með handklæðum.
Tvær snyrtingar eru sameiginlegar með sturtu og hárþurrku.
Frír netaðgangur.
Góður morgunverður daglega með nýjum eggjum af búinu.
Komið og njótið sveitasælunnar við lækjarnið á bökkum Selár.
Vinsamlegast bókið gistingu á www.hvammsgerdi.is eða hafið samband í tölvupósti.
Gestgjafar: Steinunn
Heimilisfang: Hvammsgerði
Sími: 821-1298
Netfang: stay@hvammsgerdi.is
Vefsíða: hvammsgerdi.is