Gönguleið sem liggur frá Síreksstöðum í Sunnudal yfir í Hofsárdal. Komið er niður við Þorbrandsstaði og því kjörið að ganga aðeins lengra og enda ferðina í kaffi og kökum í Hjáleigunni við Minjasafnið á Bustarfelli.
Mikið er um fuglalíf á hálsinum og berjaland gott.
Leiðin liggur uppávið og tekur aðeins í.