Hraunfell

Hraunfell er eyðibýli í Sunnudal, inn af Hofsárdal.  Saga þessa býlis er mikil og merk. Búskap var hætt á jörðinni rétt um miðja síðustu öld.  Árið á undan hafði verið byggt nýtt steinsteypt fjós.  Því miður komu aldrei skepnur þangað inn þar sem vorið eftir bygginguna var svo hart að ábúendur sáu sér þann kost vænastan að bregða búi.

Það tekur um 3. klukkustundir að ganga frá Síreksstöðum að Hraunfelli.  Leiðin er frekar auðfarin en þó mikið gengið í móum og þúfum.  Mikið er af fallegum íslenskum blómum að sjá á leiðinni og ekki sakar fuglakvakið, friðurinn og hreint loftið.  Gengið er að hluta eftir bökkum Sunnudalsár. Gilin eru afskaplega fallegt, litskrúðug og hver veit nema sjá megi einstaka laxveiðimann á bökkum árinnar að renna fyrir lax.

Staðsetning:

GPS:    65° 35.223'N, 15° 1.346'W

Smellið hér og sjáið staðsetningu á korti