Brunavarnir Austurlands

Slökkvilið Vopnafjarðar hefur aðsetur að Búðaröxl 3 á Vopnafirði.

Þessi bygging var upprunalega byggð sem trésmíðaverkstæði. Byggingin öll er um 500 m² að stærð. Húsinu var skipt í tvo sjálfstæða helminga og keypti verslunareigandi minni helminginn eða 174,9 m² og rak þar verslun í nokkur ár. Um 1995 keypti einkaaðili þann hluta og byggði við eitt bil í viðbót, 67,3 m², og var þá húsnæðið orðið ca. 242,2 m².

Það var svo árið 2000 sem sveitarfélagið keypti húsnæðið sem slökkvistöð og hentar með ágætum. Á húsinu eru 3 útkeyrsludyr með fjarstýrðum rennihurðum. Í húsnæðinu er fundarsalur, kaffistofa og skrifstofa. Það sem vantar er aðstaða fyrir starfsmenn, t. d. búningsaðstaða með sturtum.

 

Brunavarnir á Austurlandi er sameiginlegt rekstrafélag sex sveitarfélaga: Fljótsdalshéraðs 59,74%, Fljótsdalshrepps 7,94%, Vopnafjarðarhrepps 10,77%, Borgarfjarðar Eystri 1,94% Djúpavogshrepps 7,10% og Seyðisfjarðarkaupstaðar 12,52%. Sveitarfélögin stofnuðu Brunavarnir árið 2007. Seyðisfjörður var þá ekki með en kom inn í rekstrarfyrirkomulagið um áramótin 2009.

Yfirstjórn eru skipuð einum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi og sitja nú sveitar- og bæjarstjórar sem fulltrúar í stjórn. Þetta rekstrarfélag er eingöngu með daglegan rekstur Brunavarna og laun slökkviliðsmanna. Tveir menn eru í 100% starfi þ. e. slökkviliðsstjóri  og aðstoðarslökkviliðsstjóri.

Reknar eru fimm slökkvistöðvar á svæðinu, þær eru á Egilsstöðum – Vopnafirði – Borgarfirði – Djúpavogi - Seyðisfirði. Hvert sveitarfélag sér um rekstur og fjárfestingar í sinni slökkvistöð eftir tillögum að fjárhagsáætlunum frá slökkviliðstjóra. Fjöldi slökkviliðsmanna í Brunavörnum á Austurlandi eru um 45 og skiptist þannig að á Egilsstöðum eru 10, á Vopnafirði eru 10, á Borgarfirði eru 8, á Djúpavogi eru 8 og Seyðisfirði 8.

Skipulagning er með þeim hætti að verði útkall á tilteknum stað berast boðin einungis þeim er í hlut eiga; verði t. a. m. útkall á svæði Vopnafjarðar fá slökkvistjórar ásamt slökkviliðsmönnum á Vopnafirði boðin. Ef þörf er á frekari aðstoð á vettvangi eru send út boð þegar í stað á þá slökkviliðsmenn sem næst búa. 

Brunavarnir á Austurlandi sér um menntun og þjálfun slökkviliðsmanna á svæðinu ásamt skipulagi þeirra. Gerð er æfingaáætlun ár hvert fyrir alla staðina og eru setta upp um 10 æfinga á ári á hvern stað. 

Brunavarnir á Austurlandi reka tvo þjónustubíla fyrir stjórnendur og eru með tvær skrifstofur, á Egilsstöðum sem er aðalstöðin og á Vopnafirði þar sem aðstoðarslökkviliðsstjóri er búsettur.

 

Neyðarnúmer 112

Slökkvuliðsstjóri:                 Baldur Pálsson
Netfang:                                brunav@simnet.is

Heimilisfang:                        Búðaröxl 3

Sími:                                       473 1575 - 471 2821

 Smelltu hér og fylgdu okkur á Facebook

Staðsetning: 

GPS:  65.753598  - 14.838133

Smellið hér til að sjá staðsetningu á korti