Valsstaðir

Gönguleið sem liggur frá Hofsárdal yfir í Vesturárdal.  Gönguleiðin hefst u.þ.b. 5 km fyrir innan þorpið, milli Vatnsdalsgerðis og Ásbrandsstaða.  Á göngunni er m.a. gengið framhjá eyðibýlinu Valsstöðum, sem seinna voru beitarhús frá Ásbrandsstöðum.

 Fallegt útsýni sem lætur fáa ósnortna er af hálsinum t.d.  yfir fjörðinn og Lónin.

Leiðin liggur uppávið og tekur aðeins í.

Staðsetning:

GPS:    65.715232 -14.892601

Smellið hér og sjáið staðsetningu á korti