Hraunalína

Um Hraunin ofan kauptúnsins liggja göngustígar sem ættu að vera við flestra hæfi. Leiðin er vinsæl meðal hlaupara og tilvalin til eftirmiðdagsgöngu með útsýni yfir kauptúnið og fjörðinn.  Lagt er af stað frá slökkvistöð Vopnafjarðar, sjá nánar hér til hliðar.

 

Gönguleiðin er gróðursæl og nokkrir bekkir er staðsettir á skjólgóðum stöðum svo gangendur geti hvílt lúin bein.

Staðsetning:

GPS:    65.7536282 - 14.8398967

Smellið hér og sjáið staðsetningu á korti