Syðri-Vík stendur undir Krossavíkurfjöllum um 8 km frá Vopnafjarðarkauptúni, við veg 917 á leiðinni til Egilsstaða um Hellisheiði.
Sumarhúsin eru með 4 manna og 8 manna. Góð verönd er við bæði húsin með gasgrilli. Sjónvarp í setustofu og góð eldunaraðstaða. Sængur og koddar fylgja.
Í gistihúsinu eru sex tveggja manna herbergi til leigu, hvort heldur sem er með uppábúnum rúmum eða í svefnpokaplássi. Handlaugar eru á hverju herbergi en önnur snyrtiaðstaða er sameiginleg. Stór og velbúin eldunaraðstaða og notaleg setustofa er einnig til sameiginlegra afnota gesta okkar. Gott aðgengi fyrir fatlaða.
Leiktæki fyrir börn.
• Tvö sumarhús
• Gistihús
• Veiðileyfi á silungasvæði Hofsár
• Hestaleiga
• Fallegt og friðsælt umhverfi
• Fallegar gönguleiðir
Betra er að panta tíma í hestaleigunni fyrirfram.
15. maí - 15. október. Opnum utan þess tíma fyrir hópa sem panta fyrir fram og ef aðstæður leyfa.
Gestgjafar: Kristín og Margrét
Heimilisfang: Syðri Vík
Sími: 473-1199, 848-0641 eða 869-0148
Netfang: sydrivik@vortex.is
Myndband: Smellið hér
Vefsíða: hey Iceland