Ferðaþjónustan Síreksstöðum

Ferðaþjónustan Síreksstöðum er á sveitabæ þar sem stundaður er sauðfjárbúskapur. Sérstaða okkar er m.a staðsetningin, kyrrðin þar sem hægt er að setjast niður og hlusta á kyrrðina og náttúruna í öllu sínu veldi.

Síreksstaðir eru í Sunnudal, litlum og friðsælum dal inn af Hofárdal, um 20 km fyrir innan kauptún Vopnafjarðar, fyrst um veg 917, þá um veg 919.
Sumarhúsin tvö eru með rúmgóðum og skjólsælum palli mót sólinni í suðri. Þar er gasgrill og heitur pottur við annað húsið. Í hvoru húsi er eitt herbergi með þremur rúmum. Svefnsófi og/eða aukarúm í dagstofu. Sjónvarp, dvd- spilari og  útvarp eru í báðum húsum. Sængur og koddar fylgja.
 Í gistihúsinu Hvammi eru 7 tveggja manna  herbergi og 1 þriggja manna. Handlaug, kaffisett og hárþurrka er að finna á hverju herbergi. Sameiginleg hreinlætisaðstaða og setustofa með sjónvarpi er í miðrými.




Veitingastaðurinn,  HJÁ OKKUR,   er opinn alla daga á sumrin  frá kl. 18:00 - 21:00. Tökum á móti allt að 30 manna hópum. Panta þarf málsverði fyrirfram fyrir hópa.
Leiktæki fyrir börn eru til staðar, rólur, rennibraut og sandkassi.

•    Tvö 32. fm2 sumarhús
•    Gistihúsið Hvammur
•    Veitingastaðurinn „Hjá okkur“
•    Matvæli úr héraði
•    Kyrrð og ró í sveitinni
•    Persónuleg þjónusta
•    Fjölskylduvænn staður

Opið vor, sumar, haust og vetur:

15. jan - 15. desember.  Utan fasts opnunartíma er opnað panti hópar fyrirfram og ef aðstæður leyfa.



Gestgjafar:       Karen Hlín og Sölvi Kristinn
Heimilisfang:   Síreksstaðir
Símar:               848-2174
Netfang:           sirek@simnet.is
Vefsíða:            http://sireksstadir.is/ 

Smelltu hér og fylgdu okkur á Facebook

 

 

Staðsetning:

GPS: 14°59´41,8ʺ 65°37´22,9ʺ
Smelltu hér til að sjá staðsetningu á korti.