Leiðin liggur út með strönd Vopnafjarðar, norðan megin, í gönguferð um Fuglabjargarnes.
Bíllinn er stöðvaður við Fuglabjargará og þaðan er gengið niður á nesið. Fuglabjargarnesið er á Náttúruminjaskrá Íslands vegna fagurrar og fjölbreyttrar strandar og mikils fuglalífs. Gengið er í fjörunni niður á nesið þar sem taka við þverhnýt björg beint niður í sjó, steindrangar sem gnæfa upp úr sjónum, gróðursæl víðátta og víðsýni yfir opið hafið. Upplifun í íslenskri náttúru eins og hún gerist best.
Eftir gönguna er tilvalið að eiga viðdvöl í Vopnafirði og njóta þeirrar þjónustu sem svæðið hefur uppá að bjóða.
ghj