Við bjóðum upp á heimsókn á sveitabæ sem tekur u.þ.b. 3 klst. Gestir kynnast heimkynnum og varplandi æðarfuglsins og hvernig æðardúnn er hreinsaður. Gestum gefst kostur á að skoða æðardún á mismunandi vinnslustigum þar til hann er settur í sængur og kodda. Ferðir tvisvar i viku a tímabilinu 25. maí til 3. júlí. Nauðsynlegt er að panta með fyrirvara, sjá símanúmer og tölvupóst hér til hliðar.
Við förum í létta gönguferð um heimkynni og varpland æðarfuglsins undir leiðsögn æðarbænda á Ytra-Nýpi. Gestum gefst kostur á að skoða hvernig þessi villti fugl er verndaður og búið í haginn fyrir hann þannig að honum líði sem best. Einnig má sjá fleiri fugla í varplandinu. Mikilvægt er að fara varlega og fylgja fyrirmælum í einu og öllu.
Farið er í dúnhreinsistöð bændanna þar sem gefst færi á að skoða og snerta æðardún á mismunandi vinnslustigum og skoða sýnishorn af fullunni vöru.
Gestum er boðið í „gestastofu dúnbóndans“ í áfastri skemmu þar sem boðið er upp á hressingu. Í gestastofunni eru munir sem tengjast búrekstri bænda síðustu ára.
Heildartími áætlaður 3 klst.
Athugið að panta þarf fyrirfram eins og áður er sagt.
Önnur opnun samkv. samkomulagi
Bændur: Helgi og Alda
Heimilisfang: Ytri - Nýpur
Sími: +893 1437
Netfang: helgith@talnet.is
Vefsíða: Smelltu hér
GPS: N 65.7979 - E 14.8420
Smelltu hér og sjáðu staðsetningu á korti
2.500 kr. per mann.
Ekki er tekið við kortum.