Kaffihúsið Hjáleigan er við Minjasafnið á Bustarfelli í Vopnafirði. Eftir safnaferðina er notalegt að setjast niður í kaffihúsinu Hjáleigunni og fá sér ljúffengt kaffi og dísæta köku í friðsælu umhverfi sveitasælunnar. Við hlið kaffihússins er lítil húsdýragirðing þar sem börn og fullorðnir geta komið við og látið vel að dýrunum í sveitinni.
• Kaffi, kakó, te
• Kökur og tertur
• Þráðlaus nettenging
• Notalegt andrúmsloft
• Fyrirtaks þjónusta
Frá kl. 10:00 - 17:00 alla daga.
Gestgjafi: Minjasafnið Bustarfelli
Heimilisfang: Bustarfell
Sími: +354 855 4511
Netfang: bustarfell@simnet.is