Hlíðarendi

Gönguleiðin hefst við vegamótin þar sem keyrt er inn í kauptún Vopnafjarðar, norðan megin.  Gengið er í gegnum skógrækt sem vopnfirskt skógrætkarfólk hafa staðið fyrir síðustu áratugi og hafa nú lagt þessa frábæru gönguleið um svæðið.  Leiðin liggur framhjá gömlu kotbýli sem kallað var Hlíðarendi og eru rústir bæjarins enn vel sýnilegar.  Gönguleiðin er auðveld og hentar vel flestum.  

Nokkrir bekkir eru á leiðinni þar sem hægt er að hvíla sig og njóta umhverfisins.  

Leiðin liggur niður að Staumseyri við Nýpslón.  Fuglalíf á Lónunum er einstakt og auðvelt að gleyma sér við að fylgjast með þeim.

Staðsetning:

GPS:    65.764285 - 14.823954

Smellið hér og sjáið staðsetningu á korti