Krossavíkurfjall

Krossavíkufjall er tæplega 1100 metra hátt fjall handan Vopnafjarðar, tilkomumikið og formfagurt.  Uppá fjallið er merkt gönguleið en fjallgarðurinn í heild sinni er gjarnan kallaður Krossavíkurfjöll. Af fjallinu er útsýnið stórkostlegt og sér vel til allra átta og gangan vel á sig leggjandi.


Gönguleiðin á fjallið hefst við þjóðveginn við Grjótá, milli bæjarins Krossavíkur og útsýnisstaðarins við Gljúfursá. Gönguleiðin er stikuð en er mjög erfið, brött og skriður sem ganga þarf í.  Leiðin er ekki löng en tekur vel í.  Einungis fyrir vant göngufólk.  Efst uppi á fjallinu er varða. Í vörðunni má finna gestabók sem gestir fjallsins eru beðnir um að skrifa í.

Staðsetning:

GPS:    65° 44.143'N, 14° 42.991'W

Smellið hér og sjáið staðsetningu á korti