Læknir - Heilsugæsla

Heilsugæslustöð Vopnafjarðar er starfsstöð frá Heilbrigðisstofnun Austurlands.

Samkvæmt 4. grein laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 nær heilsugæsluþjónusta yfir almennar lækningar, hjúkrun, heilsuvernd og forvarnir, bráða- og slysamóttöku og aðra heilbrigðisþjónustu sem veitt er á vegum heilsugæslustöðva. Heilbrigðisstofnun Austurlands leitast við að veita íbúum Austurlands aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar og byggir á víðtæku þverfaglegu samstarfi.

Helstu hlutverk heilsugæslunnar:

  • fyrirbyggjandi heilsuvernd
  • læknisþjónusta
  • hjúkrunarþjónusta
  • endurhæfing
  • mæðravernd
  • ung- og smábarnavernd
  • heimahjúkrun
  • heilsufarsskoðanir

Opnunartími :  

Frá kl. 08.-12 og 13-15 alla daga nema  föstudaga kl. 08 -12.

Símatími læknis frá kl. 9.30 – 10.00.

Vaktsími utan opnunartíma; 1700 og fyrir neyðartilvik 112 

Neyðarnúmer:  112

Læknir:              Baldur Friðriksson       

Heimilisfang:   Laxdalstúni

Sími:                   470 3070 

Netfang:            heilsavopn@hsa.is

Vefsíða:              hsa.is

Smelltu hér og fylgdu okkur á Facebook

 

Staðsetning:

GPS:     65.7522796 - 14.8315967

Smelltu hér til að sjá staðsetningu á korti