Leikskólinn Brekkubær

Leikskólinn Brekkubær er þriggja deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 1 árs til 6 árs. Leikskólinn hefur verið starfræktur síðan 1.desember 1991. Í ágúst 2008 var tekið í notkun ný viðbygging við leikskólinn. Eldri hluti leikskólans er 298 fermetrar og er því leikskólinn orðinn ca 600 fermetrar.

Vopnafjarðarhreppur er eigandi húsins og rekstararaðili. Húsnæði skólans er þannig skipulagt að það eru 3 deildar sem heita Ásbrún, Hraunbrún og Dagsbrún. Deildarnar eru allar með tveim herbergjum, salerni og fataherbergi. Svo hafa allar deildir aðgang að sal, sérkennsluherbergi, skála og listastofu sem er hluti af alrými skólans. Í starfsmannaaðstöðunni er skrifastofa leikskólastjóra, viðtalsherbergi, undirbúningsherbergi og kaffiaðstaða starfsmanna.

Leikskólinn er opinn frá 7:45 – 16:15 og hér starfa börn á aldrinum 1-6 ára í 4-9 klukkustunda vistun. Það er góð regla að mæta alltaf á réttum tíma í leikskólann, þeir sem mæta seint gætu misst af einhverju skemmtilegu sem er að gerast og það getur verið erfitt fyrir barn að koma þegar vinirnir eru komnir af stað í leik. Með því að mæta á réttum tíma skapast jafnvægi á deildinni og auðveldara að skipuleggja verkefni dagsins.  

Greitt er fyrir þann tíma sem börnin eru í leikskólanum og gert er ráð fyrir að þau komi og séu sótt innan þess tíma sem foreldrar sækja um.Kæru foreldrar

Um leið og við bjóðum barnið ykkar velkomið í leikskólann vonumst við til að eiga góð og ánægjulega samskipti við ykkur foreldrana jafnt sem barnið ykkur.

Í foreldrahandbókinni eru ýmiss atriði tengd starfssemi leikskólans sem mikilvægt er fyrir foreldra að kynna sér.

Leikskólastjóri:                   Sandra Konráðsdóttir
Netfang:                               sandra@vopnafjardarhreppur.is

Aðstoðarleikskólastjóri:   Halldóra Sigríður Árnadóttir
Netfang:                              dora@vopnafjardarhreppur.is

Heimilisfang:                      Lónabraut 13-15

Sími:                                      473 1269

Netfang:                               leikskoli@vopnafjardarhreppur.is
Heimasíða:                        brekkubaer.leikskolinn.is

Staðsetning: 

GPS:  65.758327  - 14.825354

Smellið hér til að sjá staðsetningu á korti