Múlastofa

Múlastofa er sýning um líf og list bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasona sem fæddust á Vopnafirði. Faðir þeirra var verslunarstjóri á staðnum 1917-1924.

Á sýningunni getur að líta fjölda ljósmynda og muna úr safni bræðranna. Einnig er hægt að hlusta á tónlist þeirra og horfa á myndefni, m.a. myndbönd úr safni Ríkisútvarpsins.

Björn G. Björnsson sýningarhönnuður hannaði sýninguna og fékk til liðs við sig sérvalinn hóp þekkingaraðila en verkefnið er yfirgripsmikið og fjölþætt. Sýningin var opnuð 9. ágúst 2008 með mikilli opnunarhátíð. Jónas Árnason hefði orðið 85 ára á því ári.

 

Tilgangur Vopnafjarðarhrepps með Múlastofu er að minna á verk bræðranna snjöllu og halda minningu þeirra á lofti. Bræðurnir Jón Múli og Jónas Árnasynir voru fæddir á Kirkjubóli á Vopnafirði og hér stigu þér sín fyrstu spor.  

Bræðurnir ólust upp við tónlist og pólitík og það mótaði tilveru þeirra. Þeir komu víða við og skiluðu ríkulegu lífsstarfi, en þeirra verður ekki síst minnst fyrir þau frábæru verk sem þeir sömdu saman fyrir leiksvið; leikrit, söngva og ljóð, sem munu lifa áfram. Heimsókn í Múlastofu lætur engan ósnortinn.

Sýningin er staðsett í Kaupvangi í hjarta þorpsins.

 

 

Opnunartímar:

Sumar, 1. júní - 25. ágúst: 

Alla daga frá kl. 10:00 til 22:00

 

Vetur, 26. ágúst - 31. maí

Alla virka daga frá kl. 10:00 - 16:00

 

 

Tengiliður:        Ferðamálafulltrúi Vopnafjarðar

Heimilisfang:    Kaupvangur, Hafnarbyggð 4a
Sími:                    473-1331
Netfang:             info@vopnafjardarhreppur.is 

Staðsetning: 

GPS:      65.753545 - 14.8284927

Smelltu hér til að sjá staðsetningu á korti

 

Aðgangseyrir:

Aðgangseyrir: 600 kr.
Frítt fyrir 16 ára og yngri
Miðasala í Kaupvangskaffi