Myndagrúsk er samstarf milli Félags eldri borgara á Vopnafirði og Austurbrúar. Í samstarfinu fellst utanumhald á gagnagrunni, að skanna og skrá myndir sem bætast í safnið. Einnig skipulag á félagsstarfi í samstarfi við Ágúst Þorkelsson formann félagsins og Cathy Jósefson umsjónamanns Vesturfaramiðstöðvarinnar á Vopnafirði. Starfsemi Myndagrúsks fór fyrst fram í Kaupvangi en þegar Kaupvangskaffi opnaði í mars 2014 var starfsemin flutt upp í félagsheimilið Miklagarð. Það var að mörgu leiti góð staðsetning og góð fundaraðstaða en erfitt aðgengi fyrir suma eldri borgara. Því var ákveðið að flytja starfsemina í Sambúð í nálægð við íbúðir eldri borgara í Sundabúð.
Starfið kringum Myndagrúsk hefur með árunum markað sér sess í Vopnfirsku samfélagi. Það hefur bæði menningartengt og félagslegt gildi.
Umsjónarkona: Else Möller
Netfang: else@austurbru.is
Heimilisfang: Kaupvangur, Hafnarbyggð 4a
Sími: 470 3850