Mikil og góð sorpflokkun hefur átt sér stað í Vopnafirði um nokkurt ára bil. Við biðjum ykkur að taka þátt í verndun umhverfisins með því að flokka með okkur:
Í lúgum utan á safnstöð er eftirfarandi skilað og flokkað:
Mjúkt plast, hart plast, gler, batterí, kerti, þunnur pappi, þykkur pappi, málmar, pappír o.sfrv.
Á opnunartíma safnstöðvar er eftirfarandi skilað þar inn:
Grjóti, jarðvegsúrgangi, steypu og múrbroti, spilliefnum, rafmagnstækjum, hjólbörðum, netum , köðlum, trollum og timbri svo eitthvað sé nefnt.
Nytjahlutir:
Föt fara í gám Rauðakrossins við Jónsver.
Smelltu hér til að sjá staðsetningu gáms við Jónsver
Hirðfíflin er verslun sem selur notaðar vörur og sjálfsagt mál að athuga hvort verslunin sé tilbúin að taka við notuðum vörum og endurselja.
Sjálfsafgreiðsla er í lúgur utan á Safnstöð Vopnafjarðarhrepps allan sólarhringinn.
Mánu- og miðvikudaga frá kl. 14:00 til 17:00.
Föstudaga frá kl. 13:00 til 15:00.
Annan hvern laugardag frá kl. 11:30 til 14:00
Heimilisfang: Búðaröxl 3
Sími: 473-1423