Sandvík

Sandvík er mikil og svört sandströnd innst í firðinum. Ströndin er fjölskyldupardís, gerð af náttúrunnar hendi. Þar má tína skeljar, fá sér göngutúr, skoða fuglana, byggja sér sandkastala eða hvað sem hugurinn girnist.

Fyrir miðri ströndinni strandaði flutningaskipið Mávurinn 2. október 1981. Mannbjörg varð en enn má sjá glitta í skipsflakið.

Aðgengi að Sandvík hefst við vegslóða sem liggur niður að víkinni innan við golfvöllinn.

 

 

Við hvetjum alla til að fara mjög varlega í fjörunni.  Sjórinn getur verið hættulegur og má ekki láta börn vera eftirlitslaus.  Þá á Hofsá það til að flæða yfir sandinn á vorin.  Þar af leiðandi gætu myndast kviksyndi á sandinum.  

Farið að öllu með gát, berum virðingu fyrir náttúrunni og þeim hættum sem þar kunna að leynast.

Staðsetning:

GPS:  65.735784  - 14.857769

Smelltu hér til að sjá staðsetningu á korti