Golf - Skálavöllur

Golfvöllur Vopnafjarðar, Skálavöllur, er 9 holu völlur, sem legu sinnar vegna hefur ákveðna sérstöðu meðal golfvalla á Íslandi.  Hæðótt landslagið, í sumum tilfellum skáskorið getur verið ögrandi viðureignar fyrir leikmenn og þrátt fyrir smæð skortir fjölbreytnina ekki.  Fagurt umhverfi og útsýni, með myndarleg Krossavíkurfjöllin handan fjarðarins, eykur enn á ánægju íþróttarinnar.  

 

 

Golfklúbbur Vopnafjarðar rekur völlinn. Nú skartar völlurinn frábærum golfskála þar sem hvíla má lúin bein, komast á snyrtingar eða borða nestið.

Njótið leiksins.

Verið velkomin á Skálavöll.

Rekstaraðilar:      Golfklúbbur Vopnafjarðar

Heimilisfang:       Skálar

Sími:                      894 4521

Netfang:               govopn@gmail.com

 

Smelltu hér og fylgdu okkur á Facebook

Staðsetning:

GPS:   65.743341349071 - 14.845533370972

Smelltu hér og sjáðu staðsetningu á korti