Ferðamálasamtök Vopnafjarðar stóðu fyrir því að teknar væru saman heimildir um sögu Vopnafjarðar sem miðla mætti til íbúa og gesta um leið og gengið er um þorpið. Nú er þetta verkefni orðið að veruleika og hafa verið gerð 15 skilti, víðsvegar um þorpið, sem segja lítillega frá Vopnafirði.