Tjaldsvæðið á Staðarholti

Tjaldsvæðið á Staðarholti er staðsett rétt við gamla kirkjustaðinn á Hofi í Hofsárdal í um það bil 15. km fjarlægð frá kauptúni Vopnafjarðar við veg 920.

Það tekur einungis nokkarar mínútur að ganga niður að Hofskirkju til að njóta gróðursæls garðsins í kring um kirkjuna.  Þá er einnig í um 5. mín göngufjarlægð varða sem reist var um Vopnfirðingasögu.  Á vörðunni má lesa stuttan útdrátt úr sögunni. Minjasafnið á Bustarfelli er í um 5. km fjarlægð fra Staðarholti.

Á tjaldsvæðinu stendur fólki til boða rafmagnstengi, setustofa, snyrtingar og sturta auk lítils eldhúss. Staðurinn er mjög góður fyrir hópa þar sem hægt er að leigja sal hússins sem inniheldur borð og stóla fyrir 80 manns, auk sviðs.

Staðarholt er gamla félagheimili sveitarinnar i Vopnafirði.  Það var byggt og rekið af Ungmennafélaginu Einherja og kvenfélaginu Lindinni.  Í dag á kvenfélagið Lindin húsið og sér um rekstur þess.  Gömlu góðu Hofsböllin voru ávallt haldin í Staðarholti.

Kvenfélagið Lindin er góðgerðarfélag sem einbeitir sér að því að hjálpa til við að skapa samfélag fyrir alla hér á Vopnafirði.

    -    Tjaldsvæði
    -    Friðsæld
    -    Náttúrufegurð
    -    Sögustaður
    -    Gönguleiðar

Opið vor, sumar og haust: 

1 maí - 15 október.

 

Gestgjafar:       Sölvi and Karen

Heimilisfang:   Hof

Sími:                  +869-7461

Netfang:           karenhlin@simnet.is           

 

 

Staðsetning: 

GPS:     65.6545855-15.0135765

Smelltu hér til að sjá staðsetningu á korti