Sundlaugin í Selárdal

Sundlaug sveitarfélagsins, Selárdalslaug, er að finna í Selárdal, á bökkum einnar mestu laxveiðiár Íslands. Við sundlaugina er stór sólpallur, sólstólar og heitir pottar. Leitun er að jafn fagurri staðsetningu fyrir sundlaug enda er hún rómuð fyrir umhverfi sitt.

 

Laugin var byggð sumarið 1949 af félagsmönnum í Einherja, íþróttafélagi Vopnafjarðar. Byggðu þeir laugina að mestu í sjálfboðavinnu og var hún vígð sumarið 1950. Endurbætur hafa verið gerðar á lauginni og er hún í ágætu ástandi, ávallt hefur þess verið gætt að halda umhverfi laugarinnar snyrtilegu.

Fram undir 1975 var sundkennslu þannig háttað að nemendur dvöldu 1/2 mánuð í vist í húsum laugarinnar og mun oft hafa verið glatt á hjalla á þessum sundnámskeiðum. Í dag er börnum keyrt með skólabílum í sundkennslutímana. Vopnfirðingar nota sundlaugina mikið, enda um einstakan stað að ræða þar sem njóta má íslenskrar náttúru til hins ýtrasta um leið og sundsins.

 

Opnunartímar:

Sumar:  1.júní  – 29.ágúst

Virka daga mánudaga - föstudaga:      kl. 10:00 til kl. 22:00.
Um helgar laugardaga- sunnudaga:    Kl. 10:00 til kl. 18:00.

Vetur:  30. ágúst – 31. maí

Virka daga mánudaga - föstudaga:      kl. 14:00 til kl. 19:00.
Um helgar laugardaga- sunnudaga:    Kl. 12:00 til kl. 16:00.

 

 

Heimilisfang:    Selárdalur, 12 km. frá Vopnafjarðarkauptúni
Sími:                    473 1499
Netfang:            skrifstofa@vopnafjardarhreppur.is

 

Staðsetning: 

GPS:      65.802413-14.9135158

Smelltu hér til að sjá staðsetningu á korti