Tjaldsvæðið er staðsett á fallegum stað ofarlega í þéttbýlinu norðanverðu. Það er á tveimur flötum þar sem útsýnið yfir þéttbýlið, fjörðinn og að myndarlegum fjöllunum handan fjarðarins er hreint magnað. Tjaldsvæðið er fremur smátt.
Í aðstöðuhúsi eru 2 snyrtingar, sturta og aðstaða til þvotta utandyra. Ská á móti tjaldstæðinu, í um 100 metra fjarlægð, er Íþróttahús Vopnafjarðar. Þar eru bæði snyrtingar og sturtur sem gestir tjaldsvæðisins geta nýtt sér gegn vægu gjaldi. Í Íþróttahúsinu er einnig gufubað, ljósabekkir og aðstaða til líkamsræktar. Efst í þéttbýlinu, við Búðaröxl, er áhaldahús sveitarfélagsins og þar úrgangslosun hjólhýsa að finna.
Nálægð er við alla þjónustu enda þéttbýlið smátt og tjaldsvæðið tiltölulega miðjusett. Í miðbæ kauptúnsins í ca. 500 metra fjarlægð frá tjaldsvæði er upplýsingamiðstöð Vopnafjarðar, í Kaupvangi – glæsilegu endurgerðu timburhúsi sem setur mikinn svip á bæinn.
Hjólastólaaðgengi er óvíða betra en á Vopnafirði og eru heimamenn stoltir af því. Þó er rétt að vekja athygli á að það á ekki við um tjaldsvæðið m. t. t. snyrtinga þess. Í íþróttahúsi er aftur á móti gott aðgengi fyrir fatlaða að snyrtingum og sturtu.
• Rafmagnstenging
• Snyrtingar
• Sturta
• Aðstaða til þvotta utandyra
• Íþróttahús Vopnafjarðar í 100 m. fjarlægð, gufubað, ljósabekkir, líkamsrækt
1. maí - 15. október.
Gestgjafar: Árný og Gísli - Hótel Tangi ehf.
Heimilisfang: Ofan Lónabrautar
Sími: 845 2269
Netfang: