Útsýnisstaður - Lónin

Frá útsýnisstaðnum er horft yfir Lónin, Skógalón innar og Nýpslón utar. Lón þessi eru friðlýst vegna mikils dýralífs við sérstæð skilyrði. Fundist hafa yfir 40 tegundir smádýra í lónunum auk fiska og fugla. Skemmtilegt og fallegt er að ganga í fjöruborði Lónanna og fuglalíf er þar mjög mikið.

 

 

 

 

Á Útsýnisstaðnum eru skilti sem kynna staðhætti fyrir þeim sem þau skoða og segir frá áhugaverðum hlutum um Vopnafjörð.

Staðsetning:

GPS:  65.7621369 - 14.8306509

Smelltu hér til að sjá staðsetningu á korti