Frá útsýnisstaðnum er horft yfir Lónin, Skógalón innar og Nýpslón utar. Lón þessi eru friðlýst vegna mikils dýralífs við sérstæð skilyrði. Fundist hafa yfir 40 tegundir smádýra í lónunum auk fiska og fugla. Skemmtilegt og fallegt er að ganga í fjöruborði Lónanna og fuglalíf er þar mjög mikið.