Vesturfaramiðstöð Austurlands:
Vesturfaramiðstöð Austurlands er félaga samtök sem hafa áhuga á sambandi og samskiptum við afkomendur vesturfara, sem fóru frá Austur- og Norðaustur Íslandi (sérstaklega Vopnafirði, Norður- og Suður-Múlasýslu og Þistilfirði) eftir Öskjugos 1875.
Við bjóðum upp á ættfræðiþjónustu, aftur í tímann, í leit að ættingjum og tengingu við fólk í dag sem er að leita að ættartengslum. Við bjóðum einnig uppá aðstoð við að skipuleggja og undirbúa heimsókn til Íslands frá Vesturheimi, þar sem fólk getur hitt ættingja sína hér og upplifað heimaslóðir forfeðranna.
Af því að á hverju ári koma vestur-Íslendingar frá Kanda, Bandaríkjunum og stundum jafnvel frá Brasilíu, hingað til Vopnafjarðar og Austurlands. Okkar markmið er að liðsinna þessu fólki á eins og best við getum við að kynnast uppruna sínum og koma á tengja fólk fjölskylduböndum að nýju.
Fólk kemur stundum eitt, stundum í litlum hópum, og stundum heilu fjölskyldurnar, jafnvel nokkrar kynslóðir saman. Fólk kemur með sögu sinnar fjölskyldu, kemur með ættartöluna, með fjölskyldumyndir - nánast alltaf með góðar grunnupplýsingar um fólk og staði, og þau hafa það á tilfinningunni að þau séu að snúa heim. Þau standa á sínum upprunastað, líta á umhverfið, fjöllin, árnar og vötnin, jafnvel með tárin í augunum. Þess vegna!
Með því að kanna fortíðina.. Það er mjög langur tími liðinn síðan vesturferðarnar áttu sér stað, það er löng leið á milli, og fleiri en 25,000 manns sem fóru.
Vesturfaramiðstöð Austurlands og Icelandic Roots ættfræðigrunnurinn hefur verið í samstarfi og í sumar 2018 er gestum boðinn aðgangur að Icelandic Roots að kostnaðarlausu.
Yfir sumartímann höfum við einnig reynt að vera með sýningu í Kaupvangi sem tengist Vesturförum og Vesturferðum.
Sýningin sem er í boði í sumar 2018 er FRÆNDSYSTKIN HANDAN HAFSINS OG LEITIN AÐ ÞEIM.
Einnig eftir samkomulagi.
Forsvarsaðili: Cathy Ann Josepson
Heimilisfang: Kaupvangur, Hafnarbyggð 4a
Sími: 473-1200 eða 895-1562
Netfang: vesturfarinn@simnet.is
Vefsíða: vesturfarinn.is