Virkisvík

Virkisvíkin er undurfagur staður þar sem maður fyllist lotningu fyrir náttúrunni.  Litadýrð setlaga víkurinnar blasir þar við manni, ásamt stuðlabergi og svo steypist foss fram af þverhníptum björgunum í sjó fram.

Farið varlega á bjargbrúnunum og farið ekki of nálægt. 

 

 

Elsta þekkta berg ofansjávar á Íslandi er á Vestfjörðum og Austfjörðum. Það er 15-16 milljóna ára og því frá míósentíma á tertíer.

Tertíertímabilið hófst fyrir 65 milljónum ára en lauk fyrir 1,8 milljónum ára. Jarðlagastaflinn frá tertíer er myndaður úr hraunlagasyrpum með stöku setlögum á milli. Slík setlög, í þykkari kantinum, hafa löngum verið viðfangsefni rannsókna, enda finnast oft í þeim gróður- eða dýraleifar sem geta gefið töluverðar upplýsingar um loftslag á þeim tíma sem setið settist. Í Vopnafirði og Hofsárdal inn af Vopnafirði á Austfjörðum eru tvenn slík allþykk setlög. Annað er í Virkisvík í sunnanverðum firðinum en hitt er í Bustarfelli í Hofsárdal

Staðsetning:

GPS:  65.7204005 - 14.7535776

Smelltu hér til að sjá staðsetningu á korti