Vopnaskak 2018

FJÖLSKYLDU- OG TÓNLISTARHÁTÍÐ, DAGANA 4. - 8. JÚLÍ

Mynd frá Vopnaskak.

HLJÓMSVEITIN BUFF Á HOFSBALLI - MYNDLIST - RATLEIKUR SÁPURENNIBRAUT - ERÓBIKK - STJÓRNIN - HAGYRÐINGAKVÖLD MIÐNÆTURSUND - SÚPUKVÖLD - MARKAÐSTORG - HOPPUKASTALAR BREKKUSÖNGUR - BUSTARFELLSDAGURINN 0G MARGT FLEIRA

MIÐVIKUDAGUR 4.JÚLÍ

Vopnfirðingar skreyta kauptúnið og sveitina. Veitt verða verðlaun fyrir best skreytta hverfið og best skreytta húsið. 

Appelsínugult: Skálanesgata, Kolbeinsgata og Miðbraut 

Grænt: Lónabraut, Fagrihjalli, Hafnarbyggð 

Blátt: Holt og Hamrahlíð   

Bleikt: Sveitin

13:00- 17:00 Íslandsmót KVK í 5.flokki á Vopnafjarðarvelli. Mætum og styðjum okkar lið til sigurs!

17:00 -18:30 Sápurennibraut við blokkina.

18:00—18:45 Danspartí í íþróttahúsinu, Gró Einarsdóttir eróbikkdanskennari og mikil dansáhugakona sér um að halda fjörinu í hámarki og undirbúa fólk undir snúningana á Hofsballi. 14 ára og eldri velkomin. Frítt  

20:00 ,,Til heiðurs Erlu skáldkonu". Tónleikar með Baldvin Eyjólfssyni ásamt hljómsveit og fríðum flokki söngvara en telur hópurinn um tuttugu manns. Fimm lög hafa þegar verið flutt opinberlega en lögin sem samin hafa verið eru mun fleiri og fá þau nú loks að líta dagsins ljós,  frumflutt fyrir almenning. Verð 2500 kr.

10:00 - 24:00 Miðnæturopnun í Selárlaug


FIMMTUDAGUR 5.JÚLÍ
11:00- 13:00 Dagný Steindórsdóttir heldur námskeið þar sem farið verður yfir grunnatriði og hugmyndir við uppsetningu á ljósmyndun, hvort sem það er á snjallsíma eða myndavél.  Skráning hjá dagnysteindors@gmail.com. Þátttökugjald 2000 kr. 

13.00– 15.00 Einkasafn bóka og bæklinga um bíla og vinnuvélar á Svínabökkum. Jóhann Marvinsson bílaáhugamaður hefur undanfarin ár haldið til haga bókum og bæklingum um bíla og vinnuvélar ásamt fleiri skemmtilegum munum. Hann býður alla velkomna. Frítt.

14:00—17:00 Tilboð á köku og kaffi í Hjáleigunni á Bustarfelli. 

16.30 - 17.30 Hjólarallí. Þrautabraut fyrir unga hjólreiðakappa á skólalóðinni. Prins polo og svali fyrir þá sem taka þátt. Frítt. 

17:30- 20.00 Kapphlaup Ögrunar. Krefjandi ratleikur þar sem keppt er í pörum eða liðum. Skráning hjá bjarneyjons@gmail.com. Þátttökugjald 3000 kr. á lið. 

20:00-23:00 Sumarpartí í boði ungmennaráðs í Fiskmarkaðnum. 12-16 ára velkomin. Frítt 

Mynd frá Vopnaskak.

20:30 Hagyrðingakvöld og Dúddarnir í félagsheimilinu Miklagarði. Stjórnandi: Birgir Sveinbjörnsson. Hagyrðingar: Ósk Þorkelsdóttir, Hrönn Jónsdóttir, Pétur Pétursson, Friðrik Steingrímsson og Hjálmar Freysteinsson Eftir skemmtunina munu Dúddarnir halda stuðinu uppi áfram. Aðgangseyrir 3500 kr.

 

FÖSTUDAGUR 6.JÚLÍ
12:00—12:45 Danspartí með Gró Einarsdóttur. Fullkomin leið til að brjóta upp daginn með dansi í hádeginu, svitna og hafa gaman. 14 ára og eldri velkomin. Í íþróttahúsinu. Frítt.

13:00 - 15:00 Fléttugrunnnámskeið með Söru Anitu í Austurborg. 8 pláss. Allir velkomnir en karlmenn sérstaklega hvattir til að mæta. Skráning hjá Söru á facebook. Þátttökugjald 3000 kr. 

15:00-20:00 ,,Út fyrir rammann." Myndlistarsýning Olgu S. Weywadt Stefánsdóttur. "Öllum er hollt að stíga út fyrir rammann til að þroskast og dafna, að elta drauma sína og trúa á sjálfan sig". Í Fiskmarkaðnum. Frítt,

15:00—16:00 Dorgveiðikeppni í boði Ollasjoppu & Bíla og véla. Á bryggjukanti fyrir neðan Bíla og vélar. Tveir flokkar: 13 ára og yngri, 14 ára og eldri. Skráning í Ollasjoppu.

16:00—19:00 Markaðstorg við Kauptún, andlitsmálning, tónlistaratriði, hoppukastalar og margt fleira. Vinsamlegast skráið þátttöku vegna sölubása hjá deboradoggj@gmail.com

18:00 Eftiminnilegur 4ra rétta matseðill á Hótel Tanga sem Alfréð Pétur Sigurðsson og Alexander Magnússon sjá um. 

MATSEÐILL ALLA PÉTURS
- Hægeldaður þorskur með eplum og quinoa - Lambakjöt  með pólentu pave, jarðskokka mauki, sýrðum perlulauk og lamba soðgljáa - Skyr-imizu - Rabarbara baka Verð 8100 fyrir seðil og 13100 fyrir seðil + vín. Skráning í s. 7798415 til miðvikudagsins 4. júlí

 Mynd frá Vopnaskak.

21:30 Stórtónleikar í Miklagarði. Hin geysivinsæla hljómsveit Stjórnin fagnar 30 ára starfsafmæli um þessar mundir, leggur land undir fót og heldur tónleika á Vopnaskaki. Aðgangseyrir 4000 kr. Eftir að tónleikunum lýkur verður húsið opið og fjörið heldur áfram. 

  LAUGARDAGUR 7.JÚLÍ

11:00—13:00 Ratleikur í Oddnýjarlundi. Ögrun í Vopnafirði verður með fjölskylduratleik. Þátttökugjald 1500 kr. á lið. Skráning á staðnum. Grillaðar pylsur og svalar fyrir þátttakendur eftir ratleikinn.  

13:00—16:00  Myndagrúsk sýning í Sambúð. Gamlar myndir frá Vopnafirði. Allir velkomir, frítt. 

14.00 Mfl. KK Einherji—Ægir á Vopnafjarðarvelli. Mætum á völlinn og styðjum okkar lið til sigurs!

13:00-18:00 Út fyrir rammann. Myndlistarsýning Olgu S Weywadt Stefánsdóttur. Í Fiskmarkaðnum.

20.00 Kjötsúpukvöld, brekkusöngur og hoppukastalar við Vopnafjarðarskóla.  Pétur Jesú söngvari Buff mun sjá um brekkusöng. Fólk er hvatt til þess að mæta í sínum hverfislit. 

Mynd frá Vopnaskak.

23:00—03.00 Hofsball, alvöru sveitaball með lopapeysustemningu. Þarf að segja meira? Hljómsveitin Buff leikur fyrir dansi. Aðgangseyrir 4000 kr. Athugið að posasamband er afar lélegt við Staðarholt og er fólk því hvatt til að koma með reiðufé. Aldurstakmark 16 ár. 


Sundleið býður upp á rútuferðir til og frá Starðarholti. Fyrsta ferð frá Miklagarði fer kl. 23:00. Miðar seldir í forsölu 2.-3. júlí. Fólk er hvatt til þess að tryggja sér sæti sem fyrst. 1000 kr. ferðin.  

SUNNUDAGUR 8.JÚLÍ
11.00 Golfmót á vegum Golfklúbbs Vopnafjarðar. Verðlaun veitt fyrir 1.-3. sæti.

11:00– 14:00 Bröns í Kaupvangskaffi. 3250 kr. á mann en 6-11 ára fá 50% afslátt.

13:00 – 17:00 Bustarfellsdagurinn Gamlar verkhefðir verða sýndar, kaffisopi og lummur í baðstofunni, góðgæti í búrinu o.fl.  Aðgangseyrir 900 kr. fyrir 13 ára og eldri. Frítt fyrir börn 12 ára og yngri.

Kaffihlaðborð í kaffihúsinu Hjáleigunni. 1.800 kr. fyrir fullorðna, 1000 kr. fyrir börn 6-12 ára. 

KAUPVANGSKAFFI
Býður upp á kaffi og köku á 990 kr. og krakkakakó og múffu á 990 kr. á meðan á hátíðinni stendur.  Endilega fylgist með Kaupvangskaffi á facebook. 

TJALDSVÆÐI
Er staðsett á Ásbrandsstöðum og í kauptúninu ofan Lónabrautar

HJÁ OKKUR 
Veitingastaðurinn Hjá Okkur, Síreksstöðum, býður upp á  „Að hætti hússins“, þriggja rétta kvöldverð á 5500 kr. á mann á meðan á hátíðinni stendur. Borðapantanir í s. 8482174

OLLASJOPPA
Býður upp á eftirfarandi tilboð á meðan á hátíðinni stendur: Ostborgaramáltíð á 1590 kr. og beikonborgaramáltíð á 1770 kr. Innifalið er franskar, kokteilsósa og val um pepsi, pepsi max eða appelsín í dós. Auk þess verða fleiri tilboð í gangi.  

LISTASÝNING
Þann 1 júlí n.k. mun hin Vopnfirsk ættaða listakona, Karen Kjerúlf Björnsdóttir opna málverkasýningu í Kaupvangskaffi. Karen er ættuð frá Krossavík í Vopnafirði. Sýning Karenar er sölusýning sem verður opin a.m.k til 31. júlí. Karen verður á sýningarstaðnum sunnudaginn 1. júlí frá 14:00 til 19:00 og töluvert alla þá Vopnaskaks-vikuna. Frekari upplýsingar má finna á vef-gallerí Karenar; karenkjerulf.com. 

FORSALA

Forsala verður 2. og 3. júlí í Kaupvangi frá kl. 16.00-18.00 báða dagana. 10% afsláttur af miðum á hagyrðingakvöld, stórtónleika og Hofsballi í forsölu. Miðar verða einnig seldir á viðburðunum sjálfum.