Æsku­lýðs- og íþrótta­nefnd

Fundur nr. 14

Kjörtímabilið 2018—2022

25. nóvember 2021

Teams kl. 11:40
Teitur Helgason ritaði fundargerð

Fundur Æskulýðs- og íþróttanefndar 25 nóvember 2021 kl: 11:40.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Bréf vegna aldurstak­marks í líkams­rækt

    ​Bréf barst til nefndarinn þar sem að aðilar í 9. bekk fara fram á að fá leyfi til að nota líkamsræktartækin ef foreldrar gefa leyfi og þau hafa fengið kennslu á tækinn.

    Nefndin tekur vel í erindið og samþykkir samhljóða.

    Þórhildur var búin að kynna sér aðeins málið og ræða við Hrönn í íþróttahúsinu en hún var í sambandi við Langanesbyggð. Hún fékk þau svör að unglingar í 9. bekk mega fara í tækin ef þau eru með uppáskrifað frá foreldrum, leyfið sé metið af foreldrum. Unglingarnir borga fullt gjald eins og aðrir í Langanesbyggð. Þau þurfa sýnikennslu á tækin og ef þau fara ekki eftir fyrirmælum er þeim vísað frá.


Fundi slitið klukkan 11:53.